Það ægir saman ótrúlega skemmtilegri tónlist á lagalista Berglindar Maríu Tómasdóttur, tónskálds, flytjanda og dósents við tónlistardeild LHÍ, sem fékk það verkefni að velja saman vikulega Kveikju tónlistardeildarinnar, þá níundu í röðinni. Björk og Arca, Feldman, Cage og Cowell, Rihanna og Solange, Pamela Z, Pauline Oliveros og fleiri til renna saman í einkar hressandi blöndu sem hefst með stuðsmelli úr smiðju Michael Jackson.

Njótið vel.