Bryndís Snæbjörnsdóttir, fagstjóri meistaranáms í myndlist er þátttakandi í ráðstefnunni Beyond Plant Blindness: Where can a single plant take you? sem fer fram í Háskólanum í Gautaborg þann 10. nóvember.

Ráðstefnan er tengd þverfaglegu rannsóknarverkefni sem unnið var af Bryndísi og Mark Wilson í samstarfi við vísindamenn, kennslufræðinga og myndlistarmenn.

Við tilefnið opnar sýning á nýju verki Bryndísar og Mark sem unnið var út frá rannsóknarverkefninu. Verkið er stórt verk sem unnið er í vefnað og ber titilinn Searching for Stipa og verður til sýnis í húsi kennslufræða við Háskólann í Gautaborg.

Bryndís Snæbjörnsdóttir vinnur í myndlistinni í samstarfi við Mark Wilson. Þau staðsetja list sýna sem rannsóknar og samfélagslist og nota gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varða; sögu, menningu og umhverfið. Listaverk þeirra hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi og hafa þau flutt erindi á lykilráðstefnum er varða myndlist og ‘animal studies’ um allan heim.

Frekari upplýsingar um verk og vinnu Bryndísar og Marks má finna á: www.snaebjornsdottirwilson.com