Frá fagstjóra

Söng-/hljóðfærakennsla leggur áherslu á fjölþætta þjálfun í hljóðfæraleik sem og kennslufræðitengdar greinar og önnur fræði. Markmiðið er að við lok námsins búi nemendur yfir góðri færni á hljóðfæri sitt auk hagnýtrar þekkingar sem nýtist þeim við kennslu. Flestir tónlistarmenn sinna kennslustörfum einhvern tímann á lífsleiðinni og er námið góður valkostur fyrir ungt tónlistarfólk sem vill eiga fjölbreytta starfsmöguleika á sviði tónlistar.

Elín Anna Ísaksdóttir