Frá fagstjóra

Á Íslandi  búum við við þau gæði að um allt land má finna öfluga starfsemi tónlistarskóla. Innan skólanna starfar vel menntað tónlistarfólk og innviðir eru góðir. Það er sannfæring mín að tónlistarnám sé öllum hollt og vonandi mun sú uppbygging sem átt hefur sér stað á Íslandi á sviði tónlistaruppeldis halda áfram að vaxa og dafna. 

Það er hins vegar ekki sjálfgefið og við sem komum að þessum málaflokki þurfum að vera okkur meðvituð um hvernig best sé staðið að vexti þess og þróun. 

Í síbreytilegum heimi samtímans er aukin krafa um nýsköpun, skapandi nálgun auk miðlunar og samvinnu og hlýtur það að kalla á nýja nálgun í skólakerfinu, nýjar áherslur og jafnvel nýjar námsgreinar. Kennarar gegna lykilhlutverki í þróun náms og kennslu en gæði skólakerfis getur aldrei orðið betri en mannauðurinn sem þar er 

Mikilvægt er að skoða hvernig hafa megi áhrif á framþróun tónlistarnáms og hvernig hægt er að stuðla að aukinni áherslu á starfsþróun tónlistarskólakennara með bætt nám nemenda að leiðarljósi.  

Elín Anna Ísaksdóttir