Goddur nam fyrst myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1976-1979. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Emily Carr College of Art and Design í Vancouver, Bresku Kólumbíu árið 1989 - Hann hefur kennt grafíska hönnun óslitið síðan 1992, fyrst við Myndlistaskólann á Akureyri, síðan Myndlista- og handíðaskólann frá 1995 og við uppbyggingu náms í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands frá stofnun hans.

Í þessum fyrirlestri mun Goddur fyrst og fremst sýna grafísk verk sín, fjalla um eigin feril og áhrifavalda í grafískri hönnun sem spannar 40 ár. Hann hefur fyrst og fremst unnið að hönnun fyrir menningarstofnanir og listamenn. Fjallað verður um hugmyndafræðileg tengsl lista og hönnunar.

Sneiðmynd - skapandi umbreyting

Í fyrirlestrum vetrarins hafa kennarar deildarinnar kynnt eigin viðfangsefni og rætt tengsl þeirra við kennslu og uppbyggingu náms við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni eru tengsl sköpunar við kennslu, hönnun, rannsóknir og þekkingaröflun rædd út frá ýmsum sjónarhornum.

Allir eru velkomnir.