Háskólaskrifstofan er á fimmtu hæð í Þverholti 11,  skrifstofur deilda tilheyra henni einnig. Deildarskrifstofa hönnunar- og arkitektúrdeildar er einnig til húsa í Þverholtinu, en deildarskrifstofa myndlistardeildar er í Laugarnesi.  Á Sölvhólsgötu eru skrifstofur tónlistardeildar og leiklistar og dansdeildar. 

Á skrifstofunum eru veittar upplýsingar og þjónusta af ýmsu tagi. Þar er umsjón með nemendabókhaldi, úthlutun kennslurýma, stundaskrám, kennsluskrám og fleiru. Á deildarskrifstofum skólans geta nemendur nálgast vottorð um skólavist, námsferil og fleira. Þar skila þeir verkefnum og sækja yfirfarin verkefni og þaðan er útlánum á tækjakosti deildarinnar stýrt.

MySchool kennslukerfið er notað sem nemendaskráningarkerfi og innri vefur Listaháskólans. Í nemendabókhaldi er haldið utan um skráningu á námsferlum, skráningum í námskeið, einkunnum og útskrift.  Kerfið veitir allar helstu upplýsingar um námið sem nemandi þarf á að halda svo sem stundaskrár, einkunnir, verkefnaskil, kennsluefni sem tengist hverju námskeiði fyrir sig og tilkynningar.

Forstöðumaður háskólaskrifstofu er: Björg Jóna Birgisdóttir

Háskólaskrifstofa

Þverholti 11,

105 Reykjavík
sími: +354 552 4000
fax: +354 562 3629
netfang: lhi@lhi.is
Opin frá kl. 9.00-15.00 alla virka daga.