Listaháskólinn leitar eftir drífandi, jákvæðum og áreiðanlegum aðila í starf verkefnastjóra. Viðkomandi mun koma að viðburðum og kynningarmálum í teymi verkefnastjóra.
Viðkomandi mun hefja störf í janúar 2024
Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni:
- Skipulag og framleiðsla á viðburðum.
- Verkefni innan deilda.
- Þátttaka í kynningarstarfi.
- Þátttaka í mótun á framtíðarsýn fyrir viðburðahald og kynningarmál LHÍ í samræmi við stefnu LHÍ.
Leitað er eftir umsækjendum sem búa yfir:
- Menntun og starfsreynslu sem nýtist í starfi. Reynsla af verkefnastjórnun og viðburðahaldi er mikill kostur.
- Góðum skipulagshæfileikum.
- Góðri miðlunar-, samstarfs- og samskiptahæfni.
- Góð hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.
Skil á umsókn
Umsóknargögnum skal skilað eigi síðar en 6. desember á vef Alfred.is
Í umsókn skal vera:
- Ferilskrá
- Kynningarbréf
- Afrit af prófskírteinum
- Nöfn aðila sem leita má til með umsagnir.
- Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri.
Frekari upplýsingar
Upplýsingar um starfið veitir Diljá Ámundadóttir Zoega, kynningarstjóri, dilja [at] lhi.is
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Listaháskólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfsumhverfi
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg og Borgartún í Reykjavík.