Gæðakerfi Listaháskólans byggir á alþjóðlegum viðmiðum og stöðlum, lögum og regluverki sem sett hafa verið af mennta- og menningarmálaráðuneyti, innra regluverki og samþykktum skólans, sem og stefnu hans hverju sinni.
 Skólinn leggur áherslu á gagnsæi upplýsinga sem og samráð um stefnumótun og ákvarðanatöku, en skólinn hefur byggt upp víðtækan nefndarstrúktúr sem tryggir virka aðkomu starfsmanna, stundakennara og nemenda að stjórnsýslu skólans og gæðastarfi.
 
Kerfisbundið innra og ytra gæðamat er unnið skv. ramma Gæðaráðs íslenskra háskóla, sem starfar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. 
 
Eftirfarandi viðmið móta ramma utan um gæðakerfi Listaháskólans:
 
 
Hér er má sjá heildaryfirlit regluverks Listaháskólans