Félag útskrifaðra nemenda er kallað Hollnemafélag Listaháskóla Íslands (Iceland University of the Arts Alumni) og var stofnað í júní 2015. Meginmarkmið félagsins er að efla tengsl fyrrum nemenda við skólann og innbyrðis tengslanet og vera vettvangur fyrir og stuðla að umræðum um nám, kennslu og rannsóknir á fræðasviðinu listir.

Öflugur mannauður er meðal útskrifaðra nemenda þar sem þeir starfa á ýmsum sviðum listgreina og hafa margir verið áberandi listamenn í íslensku þjóðlífi.

 

Viltu vera með? Finndu okkur hér ,  "Hollnemafélag LHÍ - IUA Alumni", á Facebook og slástu í hópinn!

 

Með aðild þinni að Hollnemafélaginu hefur þú aðgang að:

  • öflugu tengsla- og stuðningsneti,
  • spennandi viðburðum
  • stefnumóti fyrrverandi og núverandi nemenda,
  • gagnlegum upplýsingum.

Stjórn 2019 - 2020
Thelma Björk Jónsdóttir, listkennsludeild, útskriftarár 2017, formaður stjórnar. 
Jón Cleon Sigurðsson, hönnunar- og arkitektúrdeild, útskriftarár 2013. 
Gunnar Karel Másson, tónlistardeild, útskriftarár 2010.
Katrín Helena Jónsdóttir, myndlistardeild, útskriftarár 2016.
Snæbjörn Brynjarsson sviðslistadeild, útskriftarár 2008.
Vera Hjördís Matsdóttir, fulltrúi nemendafélags Listaháskólans.
Björg J. Birgisdóttir, námsstjóri við LHÍ.

Stjórn 2018- 2019
Eva María Árnadóttir, hönnunar- og arkitektúrdeild, útskriftarár 2008, formaður stjórnar.
Gunnar Karel Másson, tónlistardeild, útskriftarár 2010.
Freyja Eilíf, myndlistardeild, útskriftarár 2014.
Bjarki Gunnar Halldórsson, listkennsludeild, útskriftarár 2010.
Snæbjörn Brynjarsson sviðslistadeild, útskriftarár 2008.
Sólbjört Vera Ómarsdóttir, fulltrúi nemendafélags Listaháskólans.
Björg J. Birgisdóttir, námsstjóri við LHÍ.

Stjórn 2017- 2018
Eva María Árnadóttir, hönnunar- og arkitektúrdeild, útskriftarár 2008, formaður stjórnar.
Gunnar Karel Másson, tónlistardeild, útskriftarár 2010.
Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistardeild, útskriftarár 2011.
Bjarki Gunnar Halldórsson, listkennsludeild, útskriftarár.
Vigdís Másdóttir, sviðslistadeild, útskriftarár 2009.
Elísabet Skagfjörð, fulltrúi nemendafélags Listaháskólans.
Björg J. Birgisdóttir, námsstjóri við LHÍ.

Stjórn 2016- 2017
Hrafnkell Pálmarsson, tónlistardeild, útskriftarár 2008, formaður stjórnar.
Hrólfur Karl Cela, hönnunar- og arkitektúrdeild, útskriftarár 2005.
Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistardeild, útskriftarár 2011.
Hafdís Pálsdóttir, listkennsludeild, útskriftarár 2011.
Vigdís Másdóttir, sviðslistadeild, útskriftarár 2009.
Klara Sól Ágústsdóttir, fulltrúi nemendafélags Listaháskólans.
Björg J. Birgisdóttir, námsstjóri við LHÍ.

Stjórn 2015- 2016
Hrafnkell Pálmarsson, tónlistardeild, útskriftarár 2008, formaður stjórnar.
Hrólfur Karl Cela, hönnunar- og arkitektúrdeild, útskriftarár 2005.
Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistardeild, útskriftarár 2011.
Steinunn Guðný Ágústsdóttir, listkennsludeild, útskriftarár 2014.
Vigdís Másdóttir, sviðslistadeild, útskriftarár 2009.
Davíð Ingi Bustion, fulltrúi nemendafélags Listaháskólans.
Björg J. Birgisdóttir, námsstjóri við LHÍ

 

Ef þú hefur hugmyndir eða vilt vinna með stjórn félagsins þá endilega hafðu samband, //hollnemafelag [at] lhi.is">hollnemafelag [at] lhi.is . Þó að þú sért útskrifaður þá hefur þú alltaf tengsl við Listaháskólann og Hollnemafélagið. Sendu einnig póst ef þú breytir um netfang svo þú fáir sendar upplýsingar um viðburði í félaginu.

Í myndarununinni hér fyrir neðan eru myndir af stjórn félagsins 2015-16 og einum viðburðanna sem félagið hefur staðið fyrir.