Nemendur á 1. ári í arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun opna sýningu föstudaginn 16.september næst komandi klukkan 15:00 í Þverholti 11. Þar sýna þau afrakstur úr námskeiðinu Kynning þar sem þau unnu að ýmis konar verkefnum bæði í einstaklings- og hópavinnu. Hlökkum til að sjá ykkur!
 
Arkitektúr:
Nemendur á fyrsta ári í arkitektúr fengu það verkefni að velja sér pottaplöntu að eigin vali og út frá henni, hanna og smíða stand úr tveimur efnum, tré og málm, fyrir pottaplöntuna í mælikvarða 1:1. Verkefnið var unnið út frá arkitekt sem nemendur völdu sér og rannsökuðu út frá aðferðafræði. Nálgun viðkomandi arkitekts á verkefni og/eða vinnuaðferðir voru hafðar að leiðarljósi við hönnun á plöntustandinum. Verkefnið var einnig unnið út frá rýminu sem plantan stendur í. Huga þurfti að dagsbirtu, samhengi við veggi og húsgögn.
Nemendur unnu á tré- og málmverkstæði, staðsett í Laugarnesi og prófuðu sig áfram með allskonar aðferðir og form sem fyrsta skref að plöntustandinum.
 
Nemendur:
Arngrímur Gíslason
Ásdís Birna Davíðsdóttir
Auður Eygló Andrésdóttir
Aþena Vigdís Eggertsdóttir
Elías Guðmundsson
Elísabet Ingadóttir
Helena Ósk Kristjánsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Lakshmi Björt Þuríðard. Jacob
Martin Ott
Sara Ellertsdóttir
Sigrún Arna Þorvarðardóttir
Sindri Þórhallsson
Sunna Daðadóttir Wedel
 
Fatahönnun:
Nemendur á 1. ári í fatahönnun hafa unnið í tvemum verkefnum síðustu tvær vikurnar. Í síðustu viku lærðu nemendur að sauma arm á gínu, teikna módel fyrir tískuteikningar og 2D fatateikningar. Allt var síðan sett saman fyrir erma hannanir og loka tískuteikningu, þar sem nemendur notuðu form úr skissum frá Einarssafn fyrir innblástur.
Gegnum þessa viku hafa nemendur unnið ítarlega úr nýjum hugmyndum og æfðu sig í hugmyndar vinnu. Inn í þeirri vinnu felst hugarkort og "moodboards". Hver og einn nemandi hafa einnig einkannandi sjarm og hugmyndarferli sem er hægt að sjá úr skissum og verkum þeirra.
 
Nemendur:
Arnar Freyr Hjartarson
Birnir Ingason
Fríða Björg Pétursdóttir
Guðlín Theodórsdóttir
Hallgerður Thorlacius Finnsdóttir
Hannes Hreimur Arason Nyysti
Helgi Þorleifur Þórhallsson
Íris Ólafsdóttir
Kári Þór Barry
Klara Sigurðardóttir
Vilborg Björgvinsdóttir
 
Grafísk hönnun:
Nemendur á fyrsta ári í grafískri hönnun kynntu sér ólíka hönnuði/listamenn sem hafa farið ólíkar leiðir innan fagsins. Verkefnið var unnið með því að rýna í verk hönnuða, kynnast orðaforða fagsins og skapa eigið efni til að vinna með og setja upp í formi plakats. Nemendur tókust á við týpógrafíu og umbrot og settu upp plakatið með sínum eigin stílbrögðum með völdum hönnuði fyrir innblástur.
 
Nemendur:
Anna Guðrún Torfadóttir
Anna Lísa Hallsdóttir
Ásgrímur Gunnarsson
Auður Helgadóttir
Brynjólfur Haukur Ingólfsson
Dagbjört Arthursdóttir
Dagur Eggertsson
Eva Sóldís Bragadóttir
Flóki Sigurjónsson
Gísli Ingólfsson
Jónas Jónas
Laura A. Salinas
Maria Johnson Kærnested
Ragnheiður Sólillja Tindsdóttir
Saga Klose
Selma Dröfn Fjölnisdóttir
Selma Lára
Skorri Þór Ragnarsson
Valdís Mýrdal Gunnarsdóttir
Viktoria Maria Kropiewnicka
 
Vöruhönnun:
Síðustu tvær vikur hafa nemendur í vöruhönnun unnið þrjú verkefni. Í byrjun fengu þau gamlan sófa sem var tekinn í sundur og hver og einn nemandi rannsakaði eitt efni og bjuggu til í sameiningu ,,material library”.
Í fyrrir vikunni fengu nemendur að kynnast starfi Sorpu og Góða Hirðsins og fékk hver hópur að taka eitt brotið húsgagn úr Góða Hirðinum og gefa því nýja virkni og tilgang.
Í seinni vikunni greindu nemendur sitt daglega líf og völdu einnota hlut til að nota í hönnun þeirra. Hver og einn greindi einnota hlutinn, gerðu tilraunir með hann og bjuggu til nýjja fjölnota vöru úr honum með nýrri virkni.
 
Nemendur:
Arthur Moreillon
Arnór Atlason
Ása Svanhildur Ægisdóttir
Birta Guðrún Karlsdóttir
Bjarndís Diljá
Hjördís Steinarsdóttir
Julia Kościuczuk
Katrín Níelssóttir
Rekel Svavarsdóttir
Valdís Mist Óðinsdóttir