Bandaríska kvikmyndatónskáldið Miriam Cutler á að baki litríkan feril en hún hefur samið tónlist við ótal rómaðar stutt- og heimildamyndir auk þess að hafa starfað sem fyrirlesari, meðlimur í dómnefndum og ráðgjafi svo fátt eitt sé nefnt. 

Á meðal heimilda- og stuttmynda sem Cutler hefur samið tónlist við má nefna myndirnar The Hunting Ground (2015), Ethel (2012), Kings Point (2012), Poster Girl (2010), Ghosts of Abu Ghraib (2007) og Lost in La Mancha (2002). Hún hlaut tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir tónlist við heimildamyndarinnar The Desert of Forbidden Art (2010).

Á meðal nýjustu mynda sem Cutler hefur samið tónlist við má nefna Love, Gilda (2018) um gamanleikkonuna Gildu Radner og RBG (2018) um bandaríska hæstaréttadómarann Ruth Bader Ginsburg. 

Cutler er gestur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem haldin verður í Reykjavík dagana 27. september til 7. október. Fyrirlestur hennar við tónlistardeild LHÍ er haldinn í samstarfi við hátíðina.

Fyrirlestur hennar fer fram í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 5. október, frá 12:45 - 14:30. 
Staðsetning: Fræðastofa 1, S-304, Skipholti 31. Öll velkomin.