Haukur Björnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Listaháskóla Íslands og mun hann hefja störf um áramót. 

Haukur hefur umfangsmikla reynslu að baki í rekstri, stjórnun og starfsmannahaldi hérlendis og erlendis. Hann var forstjóri Íslenska Gámafélagsins, sviðsstjóri hjá Golder Associates í Kanada, deildarstjóri hjá Regional Municipality of Wood Buffalo í Kanada og ráðgjafi hjá Landformi ehf og Alta ehf. Í dag starfar Haukur sem sjálfstæður ráðgjafi auk þess að vinna að þróun verkefnisins TreememberMe.

Hann er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, M.PI. gráðu í skipulagsfræðum frá Queen´s University í Kanada og BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. 

HB
Mynd: BIG