Þriðjudaginn 10. september fagnaði Listaháskólinn því að 20 ár væru liðin frá fyrstu skólasetningu skólans.
 
screenshot_2019-09-13_at_10.54.41.png
 

 

Skólinn hefur vaxið ört frá fyrsta starfsári 1999 og námsframboðið hefur aukist jafnt og þétt á þessum árum. Deildir skólans eru enn þann dag í dag fimm; hönnun og arkítektúr, listkennsla, myndlist, sviðslist og tónlist en verið er að er vinna stofnun þeirrar sjöttu í kvikmyndalist.
 
Starfsfólk úr röðum listamanna sem starfað hafa við skólann sem kennarar, fyrirlesarar, rannsakendur og á stoðsviðum hlaupa á hundruðum og nú í vor útskrifaði Listaháskólinn 2371 nemandann.
 
Skólinn hefur á þessum tíma átt í farsælu samstarfi við menningarstofnanir landsins og fest sig í sessi á alþjóðavettvangi og eru samstarfskólar okkar víða um heim orðnir rúmlega 200 talsins.
 
Fyrsti rektor skólans Hjálmar H. Ragnarsson lét af störfum 2013 en þá tók núverandi rektor Fríða Björk Ingvarsdóttir við stöðunni. Hún var endurráðin 2018 til næstu fimm ára.
 
Enn þann dag í dag eru húsnæðismál eitt helsta baráttumál skólans fyrir bættri aðstöðu og aukins rekstrarhagræðis.
 
screenshot_2019-09-13_at_11.35.00.png
 
Nemendur og starfsfólk skólans fögnuðu saman í hádegishléinu á þriðjudaginn í aðalbyggingum skólans, í Þverholti, Skipholti og í Laugarnesi.
Boðið var upp á köku, ávexti og kaffi en skólinn gaf öllum nemendum skólans margnota og umhverfisvæna bolla í gjöf.
 
screenshot_2019-09-13_at_11.35.35.png
 
screenshot_2019-09-13_at_10.55.39.png
 
img_1668.jpeg