Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum býður Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi til afmælishátíðar í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember nk.

Á afmælishátíð Erasmus+ verða afhentar gæðaviðurkenningar og er LIstaháskólinn tilnefndur fyrir verkefnið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf (NAIP).

Síðast liðin tvö ár hefur Listaháskólinn leitt samstarfsverkefni níu evrópskra tónlistarháskóla. Verkefnið var styrkt af Erasmus+ áætluninni með það að markmiði að þróa námsefni fyrir tónlistarkennslu á háskólastigi og aðlaga það að hlutverki tónlistarmanna nútímans. 

Afmælishátíð Erasmus+ er öllum opin.

Lesa meira um afmælishátíð Erasmus+