Vefritið ÞRÆÐIR er gefið út af tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur það hlutverk að skapa vettvang, aðhald og hvata fyrir hverskonar rannsóknarvinnu tengda tónlist innan sem utan skólans. Vefritið beitir sér fyrir því að vera vettvangur fyrir orðræðu um tónlist á íslensku máli. Með vefritinu viljum við auka umsvif rannsókna á sviði tónlistar, skapa ný tækifæri, og vera miðstöð sjónarhorna innan tónlistar.

Útgáfa 1. tölublaðs er 19. febrúar 2016 á www.thraedir.wordpress.com

Þessi útgáfa inniheldur fjölbreytt efni frá ólíkum sjónarhornum innan tónlistar, allt frá hugleiðingum, innsýn í vinnu tónskálda og flytjenda, tónfræðigreiningar og tónlistarfræðileg sjónarhorn.

 

Titlar og greinahöfundar 1. tölublaðs:

„Þegar hjartað ræður för“ - Hugleiðingar um íslenska áhuga-, alþýðu- og utangarðstónlistarmenn

Arnar Eggert Thoroddsen

 

Uppskafningur handa Maríu mey

Árni Heimir Ingólfsson

 

ATÓNAL 3.1 – handan framúrstefnu

Atli Ingólfsson

 

All'aure in una lontananza

Bára Gísladóttir

 

Tónskáldið, flytjandinn, hlustandinn — af vistfræði samtímatónlistar

Berglind María Tómasdóttir

 

Skorið sem kort (eða tónverkið og kortaskorið)

Einar Torfi Einarsson

 

Geta börn vera fáttæk?

Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson

 

Ljósið í myrkrinu

Ingibjörg Eyþórsdóttir

 

 

Memorizing Contemporary Music: strategies and memory types

Pétur Jónasson og Tania Lisboa

 

Tónlistarmál - vandkvæðamál

Úlfar Ingi Haraldsson

 

„Meet You Again in Midsummer Gold“: Endurteknar hugmyndir og ný gögn um íslenskan hljóðheim.

Þorbjörg Daphne Hall

 

Formleysi hljóðanna

Þráinn Hjálmarsson