Fjöldi fólks lagði leið sína í safnið til að berja augum verk nemenda sem eru af einkar fjölbreyttum toga. Sýningin markar lok þriggja ára námsferils nemendanna sem hafa lagt stund á nám til BA gráðu í arkitektúr, fatahönnun, grafíska hönnun, vöruhönnun og myndlist. Óskum við þeim innilega til hamingju með sýninguna.

Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, og Kristján
Steingrímur Jónson, deildarforseti myndlistardeildar, héldu ræður við
opnunina.

Sýningin stendur til 10. maí og er opin daglega frá 10:00–17:00 og á fimmtudögum frá 10:00–20:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Sýningarstjórar eru Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Huginn Þór Arason og sýningastjóraspjall verður sunnudaginn 3. maí kl. 15:00.

Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa í síma 590 1200.