Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 18 – 25 ára og búsettir í einu af Norðurskautsríkjunum átta. Ríkistjórn Kanada gengst fyrir þessari samkeppni í tengslum við formennsku sína í Norðurskautsráði.

Veitt verða verðlaun fyrri þrjú efstu sætin í samkeppninni að verðmæti 1.500 CAD (um 150 þús ísl kr).

Þema samkeppninnar er Þróun samfélaga á norðurslóðum / Development for the People of the North. Sjá nánar á heimasíðu Norðurskautsráðs  og . 

Verkin þurfa að vera tvívíð, mega ekki vera stærri en 61 x 61 cm á stærð og þyngd þess innan við 2 kg. Einnig þarf að vera hægt að rúlla verkunum upp til sendingar en þau verða innrömmuð á staðnum. Hver þátttakandi getur sent inn eitt verk.

Skila þarf innsendum verkum á skrifstofu Listaháskólans fyrir fimmtudaginn 12. mars. 

Dómnefnd skipuð fagstjórum myndlistardeildar mun velja verk eftir þrjá nemendur til þátttöku.

Frekari upplýsingar veitir Ásdís Spanó verkefnastjóri.

Ljósmynd: Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir