Halldór Gíslason arkitekt markaði djúp spor í sögu Listaháskóla Íslands með því frumkvöðlastarfi sem hann vann við að koma af stað háskólanámi í hönnun og arkitektúr við skólann. Þegar ég kom til starfa við skólann í sl. haust var hann reyndar hættur fyrir töluverðu síðan og því vakti það athygli mína hversu oft var vísað til Halldórs, hæfileika hans, þekkingar og framsýni. Það blasti við mér að Halldór var eldhugi, margfróður og vel menntaður maður sem kunni að deila þekkingu sinni og kveikja neista með öðrum.

Fyrir hönd Listaháskóla Íslands votta ég ástvinum Halldórs einlæga samúð og um leið þakklæti fyrir framlag hans til skólans. Hans verður lengi minnst fyrir þann þátt sem hann átti í því að byggja þann sterka grunn sem hans fagsvið hvílir nú á í hinu akademíska umhverfi.

Fríða Björk Ingvarsdóttir,
rektor Listháskóla Íslands.