Mynd: Rektor Listaháskólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir

Ársfundur Listaháskóla Íslands 2014 var haldinn fimmtudaginn 20. nóvember í Sölvhóli. Fundurinn var með óhefðbundnu sniði þar sem verið var að breyta uppgjörsári skólans í almanaksár. Það er gert til að auðvelda megi samanburð lykiltalna íslenskra háskóla. Ársreikningur og skýrsla rektors, sem kynnt voru á fundinum, spanna tímabilið 01.08.2013-31.12.2013. Samanburður þessa tímabils við uppgjör skólaársins 2012-2013 er óraunhæfur þar sem verið er að gera upp fimm mánuði í stað tólf.

Vorið 2015 mun ársfundur byggja á upplýsingum fyrir almanaksárið 2014.