Í fyrirlestrinum fjallar Zetterfalk um listrannsóknir út frá eigin ferli sem rannsakanda annarsvegar og kvikmyndgerðarmanns hinsvegar. Zetterfalk er leikstjóri og dósent í kvikmyndagerð í Luleå-háskóla í Svíþjóð, og hlaut doktorsgráðu fyrir verk sitt um sænska leikskáldið Lars Norén frá Stockholm Academy of Dramatic Arts. Í rannsóknarferlinu fléttaði Zetterfalk saman ritgerð og listsköpun, og skoðaði leið höfundarins í átt að fullbúnu verki – bæði sitt eigið sem leikskáldsins Noréns. Í fyrirlestrinum fjallar Zetterfalk um hina ýmsu núningspunkta sem upp koma þegar teoríu og praxís er fléttað saman í skapandi rannsóknarferli, og ræðir meðal annars tvöfalt hlutverk rannsakandans/listamannsins í samhengi við þá þróun listrannsókna  sem á sér stað í listaháskólum um þessar mundir.

Zetterfalk hlaut fyrstur PhD-gráðu í kvikmyndagerð í Svíþjóð, þar sem hann fléttaði saman ritgerð og heimildamyndagerð í rannsóknarferlinu. Meðal áhugasviða hans eru leikstjórn sem rannsóknarferli og hljóð- og sjónveruleiki í opinberu rými.  Hann hefur víða flutt erindi á ráðstefnum og hátíðum í Evrópu og er virkur þátttakandi í orðræðunni um listrannsóknir. Zetterfalk er stofnandi Memoria Production

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.
Allir velkomnir.