Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
LHÍ er með stolti stuðningsaðili að Norrænu söngráðstefnunni (Nordisk Sangsymposium) 2026, sem haldin verður í Óðinsvéum, Danmörku, dagana 22.–24. september 2026.
Ráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn, kennara, listamenn og aðra sem starfa við, rannsaka eða hafa brennandi áhuga á söng.
Opið kall eftir erindum er hafið!
Framkvæmdaraðili ráðstefnunnar er Sangens Hus í samstarfi við Tónlistarháskólann í Odense.
Ráðstefnan spannar vítt svið – allt frá söng sem listgrein til söngs í menntun, heilsu og samfélagslegu samhengi.
Opið er fyrir innsendar tillögur.
Við leitum eftir spennandi erindum, vinnustofum og verkefnum sem varpa ljósi á söng í víðu samhengi.
Þemu ráðstefnunnar eru:
Söngur sem listform
Söngur og heilsa
Söngur og skóli
Söngur og samfélag
Ertu með hugmynd sem gæti veitt innblástur eða opnað ný sjónarhorn?
Býrð þú yfir þekkingu, reynslu eða hugmyndum sem geta veitt innblástur og opnað ný sjónarhorn? Við viljum gjarnan heyra frá þér!
Við hvetjum alla sem vinna með, kenna eða rannsaka söng til að senda inn tillögu að erindi eða verkefni.
Nánari upplýsingar og umsókn: