Háskóladagurinn fór fram laugardaginn 4. mars síðastliðinn í Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Grósku, og Háskólanum í Reykjavík.
 
Dagurinn var sérlega vel heppnaður og fjölmargir gestir lögðu leið sína í háskólana til að kynna sér námsframboð.
 
Listaháskóli íslands bauð áhugasömum til sín að Laugarnesvegi og tók á móti 600 gestum milli klukkan 12 – 15. Tónleikar, leiksýningar, danssýningar, arkitektúrsýning, bíó, myndlistarsýningar og hönnunarsýning voru meðal annars á dagskrá auk þess sem gestum var boðið í skipulagðar leiðsagnir um húsið. Framtíðar umsækjendur áttu í góðum samtölum við núverandi nemendur og kennara og gátu kynnt sér það nám sem kveikti áhuga þeirra í þaular. Þá heimsótti Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir okkur á háskóladaginn og naut sín við að skoða og kynna sér það sem nemendur hafa verið að vinna að.
 
Landbúnaðarháskóli íslands var einnig á staðnum og kynnti sitt námsframboð. Það sem vakti mikla athygli á borðun LBHÍ voru þurrkaðar og kryddaðar pöddur í formi snakks sem fólk gat bragðað á og höfðu allir gaman af.
 
Listaháskólinn þakkar öllum sem komu innilega fyrir komuna og minnir á að umsóknarfrestur í BA nám við Listaháskóla Íslands er 12. apríl 2023.
 
Á morgun 7. Mars klukkan 16:00 fer svo fram kynningarfundur um meistaranám Listaháskólans í kennslustofunni Finnland að Laugarnesvegi 91. Hlökkum til að sjá ykkur!
 
Allar nánari upplýsingar á www.lhi.is