Á dögunum auglýsti stjórn baklands LHÍ eftir framboðum í stjórn Listaháskólans. Bárust þeim fjölmargar sterkar umsóknir og var valið erfitt. Stjórnin komst að einróma niðurstöðu um næstu fulltrúa baklandsins í stjórn skólans.
Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt, verður aðalmaður í stjórn
og
Jóhann G. Jóhannsson,  leikari, verður varamaður.

Stjórn skólans er skipuð 5 mönnum til þriggja ára í senn. Menntamálaráðherra tilnefnir tvo menn í stjórnina en þrír eru kjörnir á aðalfundi Baklands Listaháskóla Íslands.

Stjórnin stendur vörð um hlutverk skólans og gætir þess að starfsemin þjóni settum markmiðum. Hún ber ábyrgð á rekstri, fjárhag, eignum og ákvarðar skólagjöld. Stjórnin ræður jafnframt í stöðu rektors.

Svona lítur þá ný stjórn út: 

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðlunar og markaða hjá Símanum, stjórnarformaður. Fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytsins.
Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, varaformaður. Fulltrúi Baklands LHÍ.
Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir. Fulltrúi mennta- og   menningarmálaráðuneytsins.
Karen María Jónsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Fulltrúi Baklands LHÍ.
Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt. Fulltrúi Baklands LHÍ. 

Varamenn:
Jóhann G. Jóhannsson, leikari