Í dómnefndinni sitja eftirfarandi fulltrúar:
-Vala Pálsdóttir, formaður dómnefndar og fulltrúi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
-Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
-Jóhannes Dagsson, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands
-Dagur Eggertsson, arkitekt, Arkitektafélag Íslands
-Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt, Arkitektafélag Íslands
-Jón M. Guðmundsson, verkfræðingur, Verkfræðingafélag Íslands
-Kolbeinn Kolbeinsson, ráðgjafi KK consulting
„Listaháskólinn fagnar þessum mikilvæga áfanga sem eru söguleg tímamót fyrir skólann og fyrir framtíð menningar og lista í landinu.“ sagði Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, eftir fundinn. Óskar Jósefsson, forstjóri FSRE tók í sama streng:
“Fögnum að þessum mikilvæga áfanga í verkefninu og óskum dómnefndarmönnum velfarnaðar í sínum störfum.”