Fyrirlestur heimspekingsins Timothy Morton fer fram í Safnahúsinu þann 2. febrúar kl. 13:30, en hann er staddur hér á landi í boði myndlistadeildar Listaháskóla Íslands og Heimspekistofnunar Háskóla Íslands.

Auk Morton munu Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur, Björn Þorsteinsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessorar og Ole Sandberg doktorsnemi við heimspekideild Háskóla Íslands sitja í pallborði og opið verður fyrir spurningar úr sal. Sigrún Hrólfsdóttir deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands mun stýra umræðum.

Timothy Morton:

„Það er ekki hægt að "gera" vistfræðilega list í þeim skilningi að gera eitthvað allt annað en það sem er að gerast núna af þeirri nákvæmu og kaldhæðnu ástæðu að allt sem maður gerir er ævinlega tjáning á samlífis-samveru með sæg af lífgerðum í lífhvolfinu. Að hugsa um vistfræðilega list krefst þess að við breytum því sem við meinum þegar við segjum "gera". Þessi fyrirlestur er um það.“ 

Timothy Morton is Rita Shea Guffey Chair in English at Rice University. He gave the Wellek Lectures in Theory in 2014 and has collaborated with Björk, Haim Steinbach and Olafur Eliasson. He is the author of Dark Ecology: For a Logic of Future Coexistence (Columbia, 2016), Nothing: Three Inquiries in Buddhism (Chicago, 2015), Hyperobjects: Philosophy and Ecology after the End of the World (Minnesota, 2013), Realist Magic: Objects, Ontology, Causality (Open Humanities, 2013), The Ecological Thought (Harvard, 2010), Ecology without Nature (Harvard, 2007), eight other books and 160 essays on philosophy, ecology, literature, music, art, architecture, design and food.

Blog: http://www.ecologywithoutnature.blogspot.com/ Twitter: @the_eco_thought