Meistaranám í tónsmíðum

 

Alþjóðlegt meistaranám í tónsmíðum

Boðið er upp á tveggja ára 120 e nám til MA- eða MMus-gráðu. Uppbygging námsins skiptist í sjálfstæða listsköpun, málstofur, fræðagreinar og lokaverkefni. Miðað er við að nemendur ljúki 30 einingum á hverri önn.

Í meistaranámi í tónsmíðum er lögð megináhersla á að efla og þroska nemandann sem listamann. Hverjum nemanda er gert kleift að finna, kanna og þróa eigin listsköpun hvað varðar tækni jafnt sem fagurfræði, óháð tegund tónlistar, stefnu eða stíl.

Námið er einstaklingsmiðað. Auk tónsmíðanna velur nemandinn sér viðfangsefni sem styðja við sérsvið og áhugaefni hans sem tónskálds. Hann getur valið úr fjölbreyttri sérfræðiþekkingu innan skólans sem utan.

Ýmis námskeið eru í boði sem styðja við áherslusvið nemanda, jafnt í einkatímum sem hóptímum:

1) Hljóðfærafræði/raftækni og hljóðfræði. 

2) Fræði.

3) Hljóðfæraleikur/söngur/stjórnun.

4) Tónlist í þverfaglegu samhengi.

Nemendur munu fá verk sín flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum sem sérhæfa sig í flutningi nýrrar tónlistar. 

Hægt verður að sækja um skiptinám á meistarastigi til um þrjátíu samstarfsskóla í Evrópu í eina eða tvær annir. 

Nafn brautar: Meistaranám í tónsmíðum
Nafn gráðu: MA/MMus
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár