Markmið með veitingu rannsóknaleyfa er að stuðla að uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista, styrkja stöðu Listaháskóla Íslands og auka gæði rannsókna innan hans. Akademískum starfsmönnum með skilgreint rannsóknahlutfall er gert kleift að helga sig sjálfstæðum rannsóknastörfum með því að leysa þá tímabundið undan öðrum starfsskyldum.
Lengd rannsóknaleyfa eru rúmir 4 mánuðir (17 vikur, eða 85 vinnudagar), og miðað er við að þrjú ár líði á milli rannsóknaleyfa. Skilyrði er að starfsmaður hafi verið virkur í rannsóknum í a.m.k. 3 ár við upphaf rannsóknaleyfis og skal hann hafa skráð afrakstur sinn í gagnagrunn skólans um rannsóknir og nýsköpun. 

Starfsmaður sækir um rannsóknaleyfi og leggur fram lýsingu á viðfangsefni og markmiðum ásamt verk- og tímaáætlun. Einnig fylgir umsókn áætlun um afrakstur og miðlun á opinberum vetttvangi. Mánuði eftir opinbera miðlun verkefnis skilar starfsmaður greinargerð til deildarforseta í samræmi við afstöðu skólans til listrannsókna.Nánar um skilyrði, umsóknarferli og mat á umsóknum má lesa í Reglum um rannsóknaleyfi.Umsóknum skal skila á þar til gerðu eyðublaði til rannsóknaþjónustu skólans eigi síðar en 16. nóvember fyrir rannsóknaleyfi næsta skólaárs.