Söngur

Söngnámið við LHÍ er framsækið nám í stöðugri þróun sem nemendur taka virkan þátt í að móta.
 
Nemendur vinna með leiðbeinendum deildarinnar og gestakennurum, innlendum og erlendum með það að markmiði að ná góðu valdi á söngtækni og túlkun og öðlast hæfni til þess að vinna á skapandi hátt sem sjálfstæðir listamenn.  
Unnið er markvisst í því að þjálfa leikræna hlið söngsins, að hugur, líkami og rödd séu ein heild þegar kemur að því að tileinka sér innihald verkefnanna. Við þetta styðja fjölmargar aukagreinar svo sem leiklist og hreyfitímar.  
Með því að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum innan skólans sem utan hans öðlast nemendur dýrmæta reynslu í að koma fram; hvort sem er á einsöngstónleikum, kirkjutónleikum, með kammerhópum eða í sviðsettum senum úr óperum. Sérstök rækt er lögð við flutning nýrrar tónlistar þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna náið með tónsmíðanemendum og taka þátt í frumflutningi glænýrra verka. 
 
Nafn brautar: Hljóðfæraleikur / Söngur
Nafn gráðu: B.Mus
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár

Á söngbraut tónlistardeildar ber nemandinn ábyrgð á sínu námi. Hann fær frelsi til að skoða hvar áhuginn liggur og hver framtíðaráform hans eru. Ástríða kennara og nemenda fyrir tónlistarsköpun er alls ráðandi og nemendur fá að njóta sín á ólíkum sviðum, t.d. í samspili, spuna, og í vinnu við eigin verkefni. Tónlistardeildin er í stöðugri þróun og hentar vel nemanda sem stefnir að því að verða sjálfstæður og skapandi tónlistarmaður.

 

María Sól Ingólfsdóttir

Frá fagstjóra söngnáms

Söngnámið við LHÍ er framsækið nám í stöðugri þróun og taka nemendur virkan þátt í því að móta námið. 
Áhersla er á valdeflingu, sjáfstæð vinnubrögð og að nemendur verði leiðandi gerendur í náminu. 
 
Nemendur vinna með leiðbeinendum deildarinnar og gestakennurum, innlendum og erlendum, í því skyni að ná góðu valdi á söngtækni og túlkun og öðlast hæfni til þess að vinna á skapandi hátt sem sjálfstæðir listamenn. 
Áhersla er lögð á að nemendur nái góðum tökum á framburði, bæði í íslensku og erlendum tungumálum.  
 
Unnið er markvisst í því að þjálfa leikræna hlið söngsins; að hugur, líkami og rödd séu ein heild þegar kemur að því að tileinka sér innihald verkefnanna. Við þetta styðja fjölmargar aukagreinar svo sem leiklist og hreyfitímar. 
 
Með því að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum innan skólans sem utan hans öðlast nemendur dýrmæta reynslu í að koma fram; hvort sem er á einsöngstónleikum, kirkjutónleikum, með kammerhópum eða í sviðsettum senum úr óperum. Sérstök rækt er lögð við flutning nýrrar tónlistar þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna náið með tónsmíðanemendum og taka  þátt í frumflutningi glænýrra verka.
 
Þóra Einarsdóttir, fagstjóri bakkalárnáms í söng.