Um Alþjóðlegt meistaranám í sviðslistum

Meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands skapar nemendum vettvang til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtíma sviðslista sem og að styrkja persónulega sýn þeirra á listformið. 

Í náminu er lögð áhersla á að nemandinn þrói aðferðafræði og nálgun sína við listformið. Lögð er áhersla á að í listsköpun og rannsóknum nemenda eigi sér stað markviss uppbygging þekkingar sem og vinna með þau viðfangsefni og aðferðir sem nemandinn leggur upp með í upphafi náms. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur nái góðu valdi á faglegum viðmiðum sviðslista og miðar námið að því að efla færni nemenda í aðferðum fagsins og þjálfa þá í að fjalla um eigin verk. Námið gerir miklar kröfur til sjálfstæðra vinnubragða. Áhersla er lögð á að skapa örvandi og kraftmikið andrúmsloft sem hverfist um helstu viðfangsefni samtímasviðslista og samfélagsins hverju sinni. Meginmarkmið námsins eru að nemendur geti starfað sem sjálfstæðir, virkir og ábyrgir listamenn.  

Nemendur fá:

  • Vinnustofur, málstofur og fyrirlestra leidda af íslenskum og alþjóðlegum lista- og fræðimönnum í fremstu röð.
  • Stuðning og leiðbeiningu við að þróa eigin aðferðafræði innan sviðslista.
  • Reynslu af því að vinna í þverfaglegu samstarfi.
  • Tækifæri til að nálgast sköpun með rannsakandi afstöðu til aðferða og viðfangsefnis.
  • Grunn í samtíma menningar- og sviðslistafræðum
  • Stuðning og leiðbeiningu við að þróa hugmyndir og sviðsetningu lokaverkefnis. 

Mikilvægar upplýsingar

  •      90 ECTS heilsárs nám
  •      Haustönn hefst 22. ágúst 2016
  •      Skólagjöld 2016 – 2017 eru 1.260.000 krónur fyrir þrjár annir

 

 

 

Programme Director

This is a programme for students looking to develop as independent, active, responsible and critical artists. The main focus of the masters programme is to provide a challenging and supportive context for developing each student’s artistic practice – through both research and artistic creation. The course is a full-time 12 month intensive programme, during which time students will be supported to develop their individual artistic practices, as well as deepen their capacity to situate their work in broader artistic, professional and social contexts. As such, alongside the programme’s emphasis on independent work, the course will also support active and stimulating group situations, in which students work together to reflect on and contextualise their working methods and artistic creations.

Alexander Graham Roberts