Nemendum Listaháskólans stendur til boða að sækja um skiptinám í eina önn og fá það metið til eininga sem hluta af sínu námi.
Nemendur í BA námi skulu hafa lokið minnst 60 einingum áður en skiptinám hefst en nemendur í MA námi minnst 30.

Hvenær er best fyrir mig að fara?

Grafísk hönnun: haust- eða vormisseri 2. árs.
Fatahönnun: haustmisseri 2. árs.
Vöruhönnun: vormisseri 2. árs.
Arkitektúr:  haust- eða vormisseri 2. árs eða haustmisseri 3. árs.
MA hönnun: vorönn 1.árs eða haustönn 2.árs.
BA Myndlist: haustmisseri 2. árs eða vormisseri 2. árs
MA Myndlist: vorönn 1.árs
BA/BMus Tónlist: haustmisseri þriðja árs.
BMus Ed Tónlist: haustmisseri þriðja árs. Vinsamlegast ráðfærið ykkur við fagstjóra strax á fyrsta námsári.
MA/MMus Tónlist: vorönn 1.árs eða haustönn 2.árs.
MMus Ed Tónlist: Vinsamlegast ráðfærið ykkur við fagstjóra strax á fyrstu námsönn.
Sviðshöfundabraut: skiptinám eða starfsnám á vormisseri 2. árs eða haustmisseri 3. árs.
Dansbraut: Öllum nemendum ber að fara í skiptinám eða starfsnám til 30 eininga á haustmisseri 3. árs.

Skiptinámi á haustönn 3.árs skal vera lokið fyrir upphaf vorannar sem er útskriftarönn. 

Hvert get ég farið?

Listaháskólinn er í samstarfi við á annað hundrað háskóla í Evrópu auk nokkurra skóla í öðrum heimshlutum. Skoða samstarfsskólalista.

Nemendum er velkomið að skoða önnur tækifæri til nemendaskipta og kynna þær hugmyndir fyrir alþjóðaskrifstofu og fagstjóra. Hafa ber í huga að ekki eru í boði ferða- og uppihaldsstyrkir fyrir skiptinám utan Evrópu nema í undantekningartilfellum.

Þegar kemur að því að velja áfangastað fyrir skiptinám er farsælast að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • að viðkomandi skóli bjóði námskeið og umhverfi sem þú sækist eftir
  • að viðkomandi land eða borg sé spennandi áfangastaður
  • að þar sé öflugt menningar- og listalíf
  • að tungumálið sé þér annað hvort kunnugt eða þú sért tilbúin(n) til að nema það að einhverju marki. 
Hvers vegna skiptinám?

Að fara í skiptinám er einstakt tækifæri til að öðlast nýja sýn og kynnast menningu og samfélagi annarrar þjóðar.  Nemendur sem fara í skiptinám fá tækifæri til að mynda ný tengsl sem kunna að vara lengi eða jafnvel alla ævi.  Ljóst er að þeir sem velja þá leið að fara í skiptinám eru reynslunni ríkari þegar kemur að því að sækja um framhaldsnám eða önnur störf erlendis síðar á lífsleiðinni.  Jafnframt eru gerðar síauknar kröfur um reynslu og þáttöku í alþjóðlegu samstarfi á evrópskum vinnumarkaði.

FLÝTILEIÐIR

 

 

Ráðgjöf vegna skiptináms

Hönnunar- og arkitektúrdeild: alma@lhi.is

Tónlistardeild og sviðslistadeild: thorgerdurhall@lhi.is

Myndlistardeild: helgasoffia@lhi.is

 

Praktískar upplýsingar

Hvað er styrkurinn hár?

Samstarfsskólar