Um Vöruhönnun

Í grunninn vinna vöruhönnuðir að megninu til með nokkra lykilþætti sem eiga sér mismunandi birtingar­myndir eftir eðli hlutanna. Lykilhugtök eins og efni, tæki og umbreyting eru hugtök sem koma aftur og aftur fyrir í vinnu vöruhönnuða. Allur lífhringur efnis er rannsakaður til þess að vöruhönnuður sé meðvitaður um umbreytingu frá uppruna efnis til endaloka þess. Í þessu sambandi er hugtakið lífhring­ur efna rannsakaður í náttúrunni og hvernig inngrip mannskepnunnar hefur áhrif á hringrás náttúrunn­ar. Samspil efna og tækja er rannsakað til þess að starfandi vöruhönnuðir framtíðarinnar geti greint og skilið dýnamískt samspil efna og tækja til sköpunar á vörum. Farið er yfir greinarmun á iðnaðarfram­leiðslu og handverksframleiðslu og samtali þess á milli miðað við breyttar áherslur samtímans. Áhersla er lögð á dýpri skilning á áhrifum og þýðingu þess hvernig vara verður til, frekar heldur en að notagildi eitt og sér sé takmarkið. Áhersla samtímans setur því spurningarmerki við verkferla, endurskilgreinir þá og endurnýjar.

Áhersluspurningin er „af hverju“ frekar en „hvernig“? Þessum grunni er síðan speglað aftur og aftur á mismunandi snertipunkta hinna ýmsu ferla í gegnum námið, hvort sem það eru lágtækni­ eða hátækniferlar, keramík og viður eða þrívíddar­prentun og laserskurður, svo dæmi séu tekin.

Í mótvægi við þessa raunvísindalegu nálgun er lögð mikil áhersla á dýpri rannsóknir á sértækum aðstæðum sem gefa kost á nýjum tækifærum til þróunar á vörum, þjónustu eða kerfum, þar sem snertifletir varpa upp spurningum um félagsfræði­leg og hagfræðileg áhrif. Sem dæmi má nefna námskeiðin Stefnumót við bændur og Staðbundin framleiðsla sem byggja að stórum hluta á rann­sóknarvinnu á sértæku samhengi þróunar afurða og framleiðsluferla.

 

Nafn brautar: Vöruhönnun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár

From Programme Director

In connection to the changing paradigms of product design, from the “how” a product is made to the “why” a product is made, it is always more important for product designers to be able to present their work properly, both visually and textually. They must be able to argue for their views in the public forum with a credible voice, critical of the systems that connect to their profession. Students are trained to publish their work in different media, amongst other things in text, drawings, prototypes, photographs and films.

Garðar Eyjólfsson, Associate Professor and Programme Director in BA Product Design