Um Fatahönnun

Nemendur kynnast margvíslegum leiðum í hönnun og koma að kennslunni fjölmargir hönnuðir og sérfræðingar, innlendir og erlendir. Einnig eru farnar námsferðir, bæði innanlands og utan til að auka, skilning, þroska, samstarfshæfni og stækka tengslanet. Möguleikar á frekari sérhæfingu á sviðinu eru miklir að grunnnámi loknu enda brautin talin bjóða upp á nám sem reynst hefur góður undirbúningur, bæði til starfa en einnig til frekara náms.
 
Útskrifaðir nemendur af fatahönnnarbraut takast á við fjölbreytt verkefni eftir nám auk þess sem margir fara erlendis í framhaldsnám.
 
Höfundur myndar og verks í banner: Darren Mark, nemandi í fatahönnun. 

„Ég er uppalin í Mosfellsbæ en flutti til Danmerkur eftir menntaskóla og lærði þar kjólameistarann. Ég komst fljótlega að því að mér fannst skemmtilegt að hanna og skapa og vildi því leggja meiri áherslu á það. Því sótti ég um í Listaháskóla Íslands í fatahönnun og lauk þar námi síðasta vor.“

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, bakkalár í fatahönnun.

Frá fagstjóra

Í fatahönnunarnámi við Listaháskóla Íslands er byggt á hefðum framsækinnar avant - garde tísku um leið og áhersla er lögð á listrænt frelsi. Samspil tækniþekkingar og handverks er þéttofið í kennsluskrá námsbrautar í fatahönnun og fagmennska er höfð í öndvegi á öllum stigum hönnunarferlisins. Þekking og skilningur á gæðum í fatnaði er nauðsynleg undirstaða farsæls starfsferils í fatahönnun og aukin sjálfbærni er lykilorð þegar litið er til framtíðar

Katrín María Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun.