SMIÐJA OG INNSETNING

VIÐBRAGÐ: MEÐVITUNDARKERFI

Föstudaginn 3. febrúar kl 18:00 - 23:00 verður íslensk-portúgalski listhópurinn @Change með gagnvirka innsetningu á Kjarvalsstöðum. Meðlimir @Change eru allir á vegum listkennsludeildar LHÍ. Hópinn skipa Curver Thoroddsen, Sigga Liv Ellingsen ásam portúgölsku gestanemendunum Raquel Correia og César Rodrigues.

Viðburðurinn hefur það að markmiði að vekja safnagesti til umhugsunar um loftslagsbreytingar.

Samhliða verður boðið upp á smiðjur sem verða opnar fyrir almenning þar sem unnið verður á skapandi og fjölbreyttan hátt með málefni loftslagsbreytinga. Þessi útgáfa verksins vísar með beinum hætti hvernig áhrif loftlagsbreytinga gætir hér á landi en verkið samanstendur af litlum bráðnandi jökli sem gestir safnsins geta hægt á eða stöðvað bráðnun hans með virkri þátttöku.

Áhersla verður lögð á skapandi þátttöku sýningargesta á svokölluðu meðvitundarsvæðum (e. awareness zone) en það er svæði útbúið skynjara sem virkjar bráðnunarferli jökulsins ef enginn er á meðvitundarsvæðinu.

Enginn aðgangseyrir.