Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis halda göngu sinni áfram mánudagskvöldið 30. janúar kl. 20 en kvöldin hófust í upphafi ársins 2016.

Tilraunakvöldin eru vettvangur fyrir bæði nemendur og kennara úr öllum deildum skólans til tilrauna og/eða sýninga eða flutnings á verkum sínum, en einnig getur vettvangurinn hentað til þróunar á hugmyn og framsetningu verka.

Tónlist, sviðslistir, gjörningar, höggmyndir og leturfræði munu koma við sögu á næsta tilraunakvöldi.

Þau sem koma fram:

Harpa Dís Hákonardóttir (myndlistardeild)
Pétur Eggertsson (tónlistardeild)
Katrín Helga Ólafsdóttir (myndlistardeild)
Dan Theman Docherty (grafísk hönnun)
Robert Karol Zadorozny (myndlistardeild)
Florence Lam (myndlistardeild)
Andrés Þór Þorvarðsson (tónlistardeild)
The Post Performance Blues Band (sviðslistadeild)

Hefst klukkan 20. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. 

Viðburðurinn á facebook