Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson, umsjónarmenn grafíkverkstæðis Listaháskóla Íslands opna nýja verslun Prents & vina í Harbinger að Freyjugötu 1. Opnun fer fram miðvikudaginn 7. desember kl. 16 - 20. Búðin inniheldur grafík- og innrömmunarverkstæði og verður gestum boðið að panta sér innrömmuð grafíkþrykk í stærðunum 8", 10", 12" og 16" á góðu verði.

prentvinirlogo.jpg

Leifur Ýmir Eyjólfsson (f. 1987) útskrifaðist fá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013, hann býr og starfar í Reykjavík. Leifur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, haldið nokkrar einkasýningar og annað.

Sigurður Atli Sigurðsson (f. 1988) er búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2011 og fór í kjölfarið í framhaldsnám til Frakklands. Þar kláraði hann MA frá École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille. Sigurður hefur verið ötull í sýningarhaldi frá útskrift og ber þar helst að nefna: Subversion of the Sensible - Fabbrica del Vappore - Milano, 2014, Feldstarke - Kyoto Art Center - Kyoto, Japan, 2014 og Sleeper Horses - í samstarfið við Erin Gigl (US) - Gallerí Úthverfa, Ísafjörður, 2014. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Sigurðar Atla í Skaftfelli á Seyðisfirði sem ber nafnið Mynd af þér.

Í samstarfi sínu hafa Leifur Ýmir og Sigurður Atli verið með verkfallsgjörning í Palais de Tokyo í París, haldið námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík í samstarfi við Nýlistasafnið og verið með hreyfanlega prentsmiðju í Hafnarborg, Íslenskri grafík og Myndhöggvarafélaginu

Facebookviðburður sýningarinnar