Þau sem hlutu starfsþjálfunarstyrk í sumar eru:

  • Arnmundur Ernst Björnsson og Arnar Dan Kristjánsson, nemendur á leikarabraut sem vinna með Vesturporti að uppfærslu við Malmö Theater í Svíþjóð.
  • Thelma Marín Jónsdóttir, nemandi á leikarabraut starfar með Ragnari Kjartanssyni í tengslum við verkefni hans í Berlín, Vín og Zürich í sumar.
  • Oddur Báruson, nemandi í tónsmíðum vinnur sem aðstoðarmaður Timothy Thorson tónsmiðs í Berlín.
  • Arnar Már Jónsson, nemandi í fatahönnun starfar hjá Vivienne Westwood í London.
  • Ragnheiður Maísól Sturludóttir, myndlistarnemi vinnur sem aðstoðarmaður gjörningalistamanns á Documenta 13 listahátíðinni í Þýskalandi.
  • Sunneva Ása Weisshappel vinnur við gerð heimildamyndar og sem aðstoðarmaður listamanns í Estudio Nómada í Barcelona.
  • Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, nemandi í listkennslu mun starfa sem tengiliður í verkefni í Berlín sem snýr að því að tengja saman listamenn og hönnuði frá Berlín, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.

Listaháskólinn óskar styrkþegum velfarnaðar og velgengni í störfum sínum erlendis í sumar.