Útskriftarhátíð Listaháskólans er árlegur viðburður og kemur sem ferskur andblær inn í vorið.
Viðburðirnir fara fram um alla borg, þeir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis.

 

Hvers má vænta?
Útskriftarsýning BA nemenda í myndlist og hönnun er í gegnum árin búin að festa sig í sessi sem einn af mikilvægustu menningarviðburðum ársins. Þar getur að líta afrakstur þriggja ára náms og rannsóknarvinnu myndlistarmanna og hönnuða framtíðarinnar. Í fyrra sóttu sýninguna 17.000 gestir.

Tónleikar tónlistardeildar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Ný tónskáld, nýjir flytjendur og nýtt kennsluefni er kynnt á glæsilegri tónleikadagskrá deildarinnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Salnum, Kópavogi, þar sem Sigríður Eyþórsdóttir, tónskáld, kynnir ný verk.

Listkennsludeild verður með viðburði bæði í Norræna húsinu 22. apríl og í húsakynnum deildarinnar að Laugarnesvegi 91, 24.maí. Í listkennsludeild nema tónlistarmenn, leikarar, myndlistarmenn og dansarar listina að kenna. Á málstofum þeirra kynna þau afrakstur námsins og rannsóknir sínar.

Meistaranám í hönnun og myndlist hófst við Listaháskólann haustið 2012 og fyrsti árgangurinn útskrifaðist 2014. Frá upphafi hafa nemendur sett upp sameiginlega sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar verða leiðsagnir á sýningartímanum. Opnun er 6. Maí kl. 14:00

Samstarf við Kópavog
Þess má geta að stór hluti viðburða hátíðarinnar fara fram í Menningarhúsum Kópavogs.

Flestir útskriftartónleikar tónlistardeildar LHÍ fara fram í Salnum og sýning meistaranema í myndlist og hönnun fer fram, nú í fjórða sinn, í Gerðarsafni. Menningarhúsin og Listaháskólinn undirrituðu fyrr á árinu samning um áframhaldandi samstarf og má búast við að samstarfið geti af sér fleiri verkefni og nýja snertifleti í framtíðinni, aðra en útskriftarhátíðina.

Interwoven - Sýning í Norræna húsinu, 5. - 30. apríl, 2017.

Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem tengjast fjórum háskólum á norður heimskautasvæðinu; Listaháskóla Íslands, the University of Lapland, the Sámi University College and the Bergen Academy of Art and Design. Verk á sýningunni er m.a. eftir útskrifaða og núverandi nemendur í listkennsludeild. Útskriftarnemendur í listkennsludeild verða með smiðjur 22. apríl en þá verður einnig ráðstefna um listkennslu á Íslandi.
 
Útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist
6. maí  – 21. maí
Gerðarsafn – Kópavogi.
 
Laugardagur 6. maí kl. 14:00
Opnun á sýningu meistaranema í myndlist og hönnun.
 
Sunnudagur 14. maí kl. 15:00
Listamannaspjall - Myndlist , Florence Lam verður með gjörning.
                             
Sunnudagur 21. maí kl. 15:00
Listamannaspjall - Hönnun
 
 
Teikn / Gestures- Útskriftarsýning BA nema í myndlist, hönnun og arkitektúr.
13. – 21. maí
Listasafn Reykjavíkur- Hafnarhús.
 
Fimmtudagur 18. maí kl. 20:00
Leiðsögn með sýningarstjóra og nemendum
 
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun
3. maí kl. 18:30
Harpa
 
Útskriftartónleikar tónlistardeild
 
19. apríl kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Sigríður Eyþórsdóttir, tónsmíðar.
                     
20. apríl kl. 20:30
Borgarleikhúsinu
Viktor Ingi Guðmundsson, tónsmíðar.
 
21. apríl kl. 21:00
Mengi
Reuben Satoru Fenemore, NAIP.
 
28. apríl 
Salurinn, Kópavogi.
Guðmundur Óli Norland, tónsmíðar kl. 18:00
Óskar Magnússon, gítar kl. 20:00
 
 
 
1. maí kl 16:00
Sölvhóll 
Leif Kristján Gjerde, Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf.
 
 
 
2. maí kl. 20:00 
Salurinn, Kópavogi.
Kristín Jóna Bragadóttir, klarínetta.
 
3. maí kl. 18 - 20
Tjarnarbíó – skapandi tónlistarmiðlun
Hildigunnur Einarsdóttir kl. 18:00
Sandra Rún Jónsdóttir kl. 19:00
 
4. maí kl. 18 – 22
Sölvhóll – skapandi tónlistarmiðlun
 
Sunna Karen Einarsdóttir kl.18
Sunna Friðjónsdóttir kl.19
Silja Garðarsdóttir kl.20
Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir kl.21
 
5. maí kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Gylfi Guðjohnsen/Kjartan Hólm, tónsmíðar.
 
7. maí kl. 18:00
Laugarneskirkja
Þorsteinn G. Friðriksson, tónsmíðar.  Kl. 18:00
Arna Margrét Jónsdóttir, tónsmíðar. Kl. 18:00
 
10. maí kl. 18:00
Salurinn, Kópavogi.
Alessandro Cernuzzi, söngur.
 
10. maí kl. 20:00
Hannesarholt
Arnar Freyr Valsson, gítar.
 
12. maí kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Ragnheiður Eir Magnúsdóttir, flauta.
 
14. maí  kl. 20:00 
Seltjarnarneskirkja
Friðrik Guðmundsson, tónsmíðar.
 
17. maí kl. 20:00 
Salurinn, Kópavogi.
Elísa Elíasdóttir, fiðla.
 
18. maí kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla.
 
19. maí kl. 20:00
Sölvhóll
Björn Pálmi og Atli Petersen, tónsmíðar.
 
20. maí kl. 18:00
Þingholtsstræti 27
Rögnvaldur Konráð Helgason, tónsmíðar.
 
23. maí kl. 20:00 
Salurinn, Kópavogi.
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta.
 
24.maí kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Steinunn Björg Ólafsdóttir, söngur.
 
Útskriftarviðburðir Listkennsludeildar
Málstofur meistaranema í listkennslu
22. Apríl kl. 14 – 16
Norræna húsið.
24. maí kl. 13 - 17 
Listkennsludeild, Laugarnesi.
 
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Programme may be subject to change.
 
Vertu hluti af LHÍ!
www.lhi.is
facebook.com(lhi.is