21.-28. janúar heldur Listaháskólinn alþjóðlegt námskeið á vegum samstarfsnets hönnunarháskóla á Norður- og Eystrasaltslöndum, CIRRUS. 6 kennarar og 24 nemendur frá háskólum samstarfsnetsins taka þátt í námskeiðinu, sem er fjármagnað af Nordplus áætluninni. Á námskeiðinu er áhersla lögð á að skoða íslenska hestamenningu. Þá verður kafað ofan í hefðir og nýtingu á hestinum með fyrirlestrum og vinnustofum, ásamt heimsókna til hestaræktenda og annarra fyrirtækja. Sjálfbærni verður þema námskeiðsins, en efnt verður til samtals um hagnýtingu á dýraúrgangi. Nemendur eru hvattir til að finna nýjar leiðir til að vinna með efnivið sem annars er urðaður.

Sýning verður á afrakstri námskeiðsins föstudag 27. janúar kl. 17 í Fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. 

Hópmynd

Mynd: Rúna Thors