Hreinn Bernharðsson tekur við umsjón verkstæða Hönnunar- og arkitektúrdeildar í fjarveru Halldórs Úlfarssonar.
 
Hreinn er menntaður vöruhönnuður sem undandarin ár hefur starfað fyrir stoðþjónustu Listháskóla Íslands. Fyrir og meðfram því starfi hefur hann svo komið að hinum ýmsu verkefnum sem hönnuður og skipuleggjandi. Þar má nefna útskriftarsýningar Listaháskólans, þróun húsgagna, prótótýpugerð og vöruþróun, ásamt því að vinna fyrir aðra hönnuði.
 
Við óskum Hreini velfarnaðar í þessu nýja hlutverki.