14030705_1059242447494705_655286823_n.jpg

 

Flugdrekagerð býður uppá skemmtilega og þverfaglega nálgun í námi. Í námskeiðinu, þar sem áhersla er á kennslu 6-13 ára nemenda, verða 3 tegundir flugdreka kynntar og smíðaðar sem eru símaskrá flugdreka (Eddy form), sled flugdreki og þrívíddar flugdreki (Tetrahedron). Ýmis efni verða notuð í smiðjunni m.a.: silkipappír, kínverskur pappír, Tyvek®, endurnýtanlegt efni, bambus, snæri, grillpinnar og sogrör. Lögmál í flugdrekagerð verða könnuð í gegnum tilraunir. Farið verður út með alla flugdrekana ef veður leyfir þar sem lögmál þeirra verða könnuð á öruggan hátt. Nemendur fá að kynnast sögu flugdrekagerðar en hún einkennist af tilraunum. Ýmsir listamenn sem unnið hafa með flugdreka verða kynntir til sögunnar og flugdrekamenning víðsvegar um heiminn skoðuð. Tengingar við fög eins og landafræði, náttúrufræði, stærðfræði, listir og hönnun verða kannaðar og samtal um möguleika samþættingar þeirra með flugdrekagerð í huga.

Námsmat:  Verkefni og virkni.

Kennari: Arite Fricke lærði skiltagerð sem hefðbundið handverk í Þýskalandi frá 1994-97 og lauk BS gráðu í grafískri hönnun í Fachschule Werbegestaltung í Stuttgart og hefur unnið bæði í Þýskalandi og síðan frá 2004 á Íslandi. Árið 2015 hlaut hún meistaragráðu í hönnun við Listaháskóli Íslands með verkefninu “Hugarflug Playful Workshops” sem hún er að þróa áfram. Sumarið 2016 hlaut hún diplómagráðu í listkennslu við LHÍ. Á undanförnum þremur árum hefur hún rannsakað og fundið ástríðu fyrir menningarheimi flugdreka og listsköpun, lífs- og leikgleði tengda því. Hún hefur kennt flugdrekagerð og skapandi smiðjur fyrir alla aldurshópa undanfarin tvö ár meðal annars í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Listasafni Árnesinga og í Búðardal. Arite er að hefja störf sem myndmennta- og flugdrekakennari í grunnskólanum í Reykholti (Biskupstungum) í haust. https://hugarflug.net

Staður og stund: Laugarnes, föstudaginn 16. september kl: 15:00-18:00 og sunnudaginn 18. september kl: 10:00-15:00.

Tímabil: 16. - 18. september, 2016.

Verð: 27.000 kr. Allur efniskostnaður innifalinn.

Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllum kennurum í leik, grunn- og framhaldsskólum en einnig leiðbeinendum í frísstundaheimilum og öðrum sem starfa á skapandi hátt með börnum og ungu fólki. Námskeiðið nýtist kennurum sem hafa áhuga á skapandi starfi, þverfaglegri kennslu og útikennslu.