Mánudaginn 9. janúar kl. 13 mun Stine Marie Jacobsen halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuferli í fyrirlestrarsal myndlistardeildar í Laugarnesvegi 91. Fyrirlesturinn opnar tveggja vikna námskeið með áherslu á samtal þar sem nemendur á öðru ári allra deilda taka þátt.

Stine Marie mun kynna nýleg þátttökuverk á borð við Direct Approach, þar sem þátttakendur voru beðnir um að segja frá ofbeldisfyllsta kvikmyndaatriði í þeirra minni og velja hvort þau vildu heldur leika fórnarlamb, árasarmann eða áhorfanda og af hverju.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Myndefni: Stine Marie Jacobsen, DIRECT APPROACH, workshop at District, 2014, Photo Malene Korsgaard Lauritsen