Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÍ erindinu mun María Huld fjalla um sköpunarferðalag með því að skoða innviði verksins Clockworking – Hvernig lítið stef úr vinnusöng fanga verður að verki fyrir barokktríó og elektróník, vídjóverki, og svo að hljómsveitarverki. Hún mun segja frá hugmyndabakgrunni tónverksinsins, vinnuaðferðum og skoða hvernig það þróaðist frá upprunalegu útgáfu verksins til stórrar hljómsveitarútgáfu.
María Huld Markan Sigfúsdóttir er fiðluleikari og tónskáld sem starfað hefur á hinum ýmsu sviðum lista frá unga aldri. Hún stundaði fiðlunámí í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist með einleikarapróf á fiðlu árið 2000. Haustið 2003 hóf tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist vorið 2007 með BA gráðu af tónsmíða- og nýmiðlabraut. María hefur verið meðlimur í hljómsveitinni amiinu til fjölda ára, auk þess að vinna náið með hljómsveitinni Sigur Rós. Hún hefur flutt tónlist með amiinu um víða veröld, auk þess að hafa tekið þátt í samsköpun listaverka þvert á miðla með ólíkum hópum listamanna. María Huld hefur á síðustu árum samið fjölda verka fyrir hljómsveitir, kammerhópa, kóra og einleikara, auk tónlistar við kvikmyndir og sviðsverk. Verk hennar hafa verið flutt víða um heim og flest þeirra tekin upp til útgáfu á vegum bandarísku tónlistarútgáfunnar Sono Luminus.