Ég byrjaði ferlið á að skoða áhrifamiklar og umdeildar kvenkyns kanónur í mannkynssögunni. Konur sem láta mikið fyrir sér fara, konur sem hafa á einum tímapunkti eða öðrum verið álitnar illar og stimplaðar sem tálkvenndi eða femme fatale.
Ég fell snemma á ferlinu fyrir hugmyndinni um að nota óhefðbundin efni. Efni sem eru fyrirferðamikil og virkja önnur skynfæri en einungis þau sjónrænu. Auk þess þótti mér skemmtilegt og viðeigandi að blanda saman stífari og harðari efnum við mýkri og léttari efni. Ég vildi skapa fyrirferðamiklar og áhugaverðar flíkur sem hæfa fyrirferðamiklum og áhugaverðum konum
Ljósmyndari: Harpa Ósk Wium Hjartardóttir
Módel: Lóa Sigurðardóttur og Berglind Ósk Wium Guðmundsdóttir