Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Signý Rós Ólafsdóttir

Signý Rós er alin upp á flakki um allar trissur og er innst inni bara trillukarl úti á landi með manneskjuna, lífið og dauðann á heilanum. Sérstaklega dauðann. Leikhús og fótbolti er það sem hefur mótað hana hvað mest, bæði sem manneskju og sögumann. Henni þykir mest heillandi að gera myndir um lífið og tilveruna fyrir börn á öllum aldri.

BA Kvikmyndagerð

Stuttmynd: Vonardagur

Emma gistir hjá afa sínum á afmælisdegi ömmu, sem er nýlega fallin frá. Afi vill halda upp á daginn en Emma vill það ekki. Tvær sorgir mætast og ólík lífsviðhorf takast á.

Leikstjórn: Signý Rós Handrit: Signý Rós Framleiðandi: Signý Rós Stjórn kvikmyndatöku: Bergsteinn Björgúlfsson Klipping: Arnór Einarsson Hljóðhönnun: Styrmir Hauksson Tónlist: Guðmundur Óskar Guðmundsson Leikarar: Helga Viktoría Þorvaldsdóttir, Þór Tulinius