Línan mín dregur innblástur frá áhuga mínum á forn klæðnaði og menningu. Ég vildi skoða hvernig ég gæti sameinað mismunandi tímabil, menningarheima, stéttir og stíla í eina heild, þráðurinn á milli stétta.
Ferlið byrjaði á rannsóknum á tíðaranda 18. aldar þar sem að ég fann mikin innblástur í sjóræningjum og hallaðist rannsóknin að mestu þar. Franska byltingin kom inn á köflum þar sem að fagrar silouettur og efni gripu mig gríðarlega. Ég reyndi að setja saman allt sem að mér finnst fallegt úr andstæðum áttum til þess að skapa fallega heild á milli Gullöld sjóræningja og frönsku byltingarinnar.