Jakkaföt og hefðbundinn herrafatnaður voru áberandi í þessu
verkefni. í rannsóknarferlinu skoðaði ég hvað gerir flíkur
karllægar eða kvenlegar og hvernig þessi einkenni birtast í sniði
og formi.
Ég ákvað að byggja hönnunina á klassískri sníða gerð jakkafata,
en bæta við mýkri og kvenlegri áherslum sem brjóta upp
hefðbundin kynjamörk. Með því að treysta mínu eign ferli fann
ég hvernig litlar tilfærslur í sniði og efni gátu breytt upplifun
minni af flíkinni sjálfri.
Markmiðið var að hanna flíkur sem henta öllum kynjum og
leggja áherslu á jafnvægi milli sterks forms og flæðandi
smáatriða. Ég leitaði uppi efni sem voru stíf og sterk og
blandaði þeim við mýkri efni og skapaði tengingu á milli þeirra.