Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku26.04.25
Laugarneskirkja
Flytjendur
Ingunn Erla Sigurðardóttir, trompet
Pétur Nói Stefánsson, orgel
Eiríkur Örn Pálsson, trompet
Guðmundur Hafsteinsson, trompet
Ingunn Erla Sigurðardóttir
BA Klassískt kennaranám
Ingunn Erla hóf nám í trompetleik árið 2009 í Tónlistarskóla Akureyrar hjá Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni. Þar lærði hún einnig hjá Ellu Völu Ármannsdóttur í nokkur ár ásamt því að taka virkan þátt í blásarasveit skólans og Lúðrasveit Akureyrar. Hún lauk framhaldsprófi þaðan vorið 2021 og um haustið lá leið hennar í Listaháskóla Íslands þar sem hún hóf nám í klassískum hljóðfæraleik hjá Eiríki Erni Pálssyni. Stuttu seinna fékk Ingunn brennandi áhuga á kennslu og breytti því yfir í klassísku hljóðfærakennara brautina og hefur verið að kenna í Skólahljómsveit Austurbæjar sem trompet kennari síðastliðið ár.
Ingunn hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum í gegnum skólagöngu sína í LHÍ þar sem vert er að nefna Ungsveit Sinfóníuhjómsveitar Íslands, Sinfónía unga fólksins og ófá verkefnin með Lúðrasveit verkalýðsins. Hún hefur spilað með Pétri Nóa organista í messum og útvarpsmessum í Reykjavík og Selfossi ásamst því að sækja trompet massterclass námskeið utan skólans meðal annars í Bandaríkjunum og Danmörku.
Ingunn stefnir á áframhaldandi nám í trompetleik að útskrift lokinni.