Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Ingunn Erla Sigurðardóttir

26.04.25
Laugarneskirkja


Flytjendur

Ingunn Erla Sigurðardóttir, trompet
Pétur Nói Stefánsson, orgel
Eiríkur Örn Pálsson, trompet
Guðmundur Hafsteinsson, trompet

Ingunn Erla Sigurðardóttir
BA Klassískt kennaranám

Ingunn Erla hóf nám í trompetleik árið 2009 í Tónlistarskóla Akureyrar hjá Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni. Þar lærði hún einnig hjá Ellu Völu Ármannsdóttur í nokkur ár ásamt því að taka virkan þátt í blásarasveit skólans og Lúðrasveit Akureyrar. Hún lauk framhaldsprófi þaðan vorið 2021 og um haustið lá leið hennar í Listaháskóla Íslands þar sem hún hóf nám í klassískum hljóðfæraleik hjá Eiríki Erni Pálssyni. Stuttu seinna fékk Ingunn brennandi áhuga á kennslu og breytti því yfir í klassísku hljóðfærakennara brautina og hefur verið að kenna í Skólahljómsveit Austurbæjar sem trompet kennari síðastliðið ár.

Ingunn hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum í gegnum skólagöngu sína í LHÍ þar sem vert er að nefna Ungsveit Sinfóníuhjómsveitar Íslands, Sinfónía unga fólksins og ófá verkefnin með Lúðrasveit verkalýðsins. Hún hefur spilað með Pétri Nóa organista í messum og útvarpsmessum í Reykjavík og Selfossi ásamst því að sækja trompet massterclass námskeið utan skólans meðal annars í Bandaríkjunum og Danmörku.

Ingunn stefnir á áframhaldandi nám í trompetleik að útskrift lokinni.