Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Ingibjörg Emma Jónsdóttir

Lögin sem ljúga
Sú mynd sem veitti mér hvað mestan innblástur er ljósmynd eftir Henry Leutwyler. Ballerína stendur á tám; hægri fóturinn er í táskó, sem er mjög fagur, en vinstri fóturinn er ber, skaddaður og blóðugur, nokkuð óhugnanlegur. Rannsóknarferlið þróaðist út frá þessari mynd. Mér fannst allt einhvern veginn tengjast þessu innan ballett heimsins. Ballettsokkabuxur eru ótrúlega fíngerðar og virðast viðkvæmar, en eru þó mun sterkari en venjulegar nælonsokkabuxur. Ballerínur virðast léttar, líflegar og mjúkar, en í raun búa þær yfir miklum krafti, styrk og aga. Ballett heimurinn getur verið ansi grimmur og ljótur að innan, en yfir hann eru lögð lög til að fela grimmdina og skapa fegurð. Þaðan spratt hugmyndin um að vinna með lög af efnum. Ég saumaði nokkur lög af mismunandi efnum saman og skar þau svo upp, þannig að innsta grimma lagið kom í ljós. Þannig varð verkið að samtali milli fegurðar og sársauka, rétt eins og ballettinn sjálfur.
Ljósmyndari: Guðrún Ísabella Kjartansdóttir
Módel: Bergþóra Sóley Gestsdóttir og Matthías Benjamínsson
Föðrun og hár: Bergþóra Sóley Gestsdóttir