Línan dregur innblástur frá hugmyndinni um hlutföll og mörkum þeirra. Ég vildi skoða hvenær flík verður „rétt“ í sniði, hvenær hún verður of stór og hvenær hún einfaldlega gengur upp. Með því að vinna með heðbundin form en leika mér með lengdir og víddir reyni ég að finna nýtt jafnvægi milli líkama og efnis. Línan varpar fram spurningum um skynjun: hvenær finnst manni flík passa og hvenær ekki?