Í hönnunarferli verksins Þrír er teiti vann ég með barnæsku minningar og nostalgíu. Ferlið byrjaði í ljósmynda albúminu hans afa en hann hafði gott auga fyrir ljósmyndun. Yfir þeim býr einstakur blær fortíðarinnar. Þaðan fór ferlið af stað og ég flæddi í gegnum barnæsku minningarnar heima hjá afa og ömmu, sem nú er heimili mitt og minningar á bernsku heimili mínu. Lesturinn staðsetti mig í öðrum tíma og rúmi.
Þaðan fór ég að rýna í flíkurnar, mynstrin og silúetturnar á myndunum. Barnslegt eðlið sem litaði líf fullorðna fólksins í þeirra daglega amstri heillaði mig. Ég skoðaði barnaföt okkar systranna, flíkur ömmu og afa og litina. Á þann hátt blandaði ég þessum tveimur heimum saman þar sem þeir lita hvorn annan í tilvist sinni.
Hinum dæmigerðu barnafötum, mynstrum og hagnýti þeirra blandaði ég við formlegri föt sjöunda og áttunda áratugarins. Eru flestar flíkurnar í línunni minni einnig saumaðar úr barnafötum að einhverju leyti.